MENU

Our insights

Langar þig að opna gististað?

May 31, 2023

Taktu fyrstu skrefin með okkur!

Dreymir þig um að opna og reka þitt eigið gistiheimili? Það er bæði spennandi og gefandi að taka á móti gestum, kynna þeim fyrir einstakri menningu landsins og bjóða upp á gistingu í margbrotinni náttúru sem er engri lík. Ferðaþjónustan er í sífelldri uppbyggingu og ný og spennandi tækifæri að opnast fyrir rekstur gististaða.

Það er þó margt sem þarf að huga að þegar opna á gististað og í þessari grein verður farið í gegnum ferlið og fjallað um þá þætti sem þarf að vinna í, allt frá því að velja rétta eign yfir í utanumhald reksturs og tæknimál.

Velja rétta eign út frá þinni hugsjón

Það er vandasamt verk að finna hina fullkomnu eign fyrir þinn drauma gististað. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við val á eign:

Hönnun og skipulag

Höfðaðu til gesta þinna með huggulegheitum og vinalegu andrúmslofti

Viðeigandi tæknilausnir 

Tæknilausnir fyrir gististaði eru í stöðugri þróun og með því að velja rétt kerfi og lausnir sem henta þínum gistirekstri má á einfaldan máta spara heilmikinn tíma og minnka starfsmannahald. 

Sölurásir:

Kynntu þér þær sölurásir sem koma til greina fyrir þinn gististað. Hvar viltu kynna gistiheimilið og selja gistingu? Sölurásir eins og Booking.com, Airbnb og Expedia koma sterkar inn, ásamt eigin heimasíðu en þaðan koma dýrmætustu bókanirnar. Gefðu þér góðan tíma til að kynnast mismunandi möguleikum sölurása svo sem þóknun, greiðsluleiðir, markaðstækifæri og fleira.  og fleira.

Leitin að rétta starfsfólkinu

Það skiptir sköpum að finna rétt starfsfólk fyrir þinn gististað. Þú vilt fá fólk sem hefur ríka þjónustulund, mikla samskiptahæfni og brennur fyrir að veita framúrskarandi þjónustu. Ótrúlegustu hlutir geta komið upp í gistirekstri og lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðhorf kemur manni oft ansi langt! Mikilvægt er að hafa skýra starfslýsingu og skilgreina hlutverk og ábyrgð starfsfólks en á gistiheimilum má þó búast við því allir þurfi að geta stokkið inní flest verk á álagstímum. Mikilvægi þjálfunar er oft vanmetið og það getur haft gríðarlega mikið að segja fyrir reksturinn að hafa metnaðarfullt og vel skipulagt starfsfólk sem starfar eftir sömu viðmiðum og starfsreglum.

Vaktaplan

Vertu með gott skipulag og búðu til raunhæft vaktaplan fram í tímann. Þar þarf að gera ráð fyrir ólíkum álagstímabilum og passa upp á að hafa sveigjanleika ef upp koma ófyrirsjáanlegar aðstæður.

Reglugerðir, lög og leyfi

Gakktu úr skugga um að gististaður þinn uppfylli allar kröfur um lög og reglugerðir ásamt því að fá samþykkt öll þau leyfi sem að sýna þarf fram á, áður en reksturinn getur hafist. Þetta er mikilvægt að skoða áður en farið er í miklar framkvæmdir eða breytingar því mögulega þarf að gera einhverjar breytingar á rýmum sem ekki voru fyrirséðar. 

Njóttu ferðalagsins

Vonandi geta atriðin í þessari grein verið stuðningur fyrir þig til þess að taka þín fyrstu skref í að hefja rekstur á gistiheimili. Það er í mörg horn að líta en allt er það þess virði fyrir það skemmtilega ævintýri sem mun taka við. Ferðaþjónustan býður upp á ótrúlegustu hluti, þú munt kynnast fólki frá öllum heimshornum og hjálpa þeim að upplifa daga sem munu lifa með þeim að eilífu. 

Leggðu áherslu á skipulag og horfðu fram í tímann, sjáðu fyrir þér þann gististað sem þú vilt reka og haltu fast þá hugsjón sem kom þér af stað í upphafi!

Höfundur
Freyja Baldursdóttir

Unlock the Full Potential of Godo Solutions: 10 Essential Tips for Hotel Managers

Read more

3 algeng mistök sem margir gistirekendur gera

Read more

Langar þig að opna gististað?

Read more

Kína opnar aftur árið 2023 – Er ferðaþjónustan tilbúin?

Read more

Sjálfvirk greiðslumiðlun: Láttu tæknina spara þér sporin

Read more

Verðstýring 101

Read more

Einfaldaðu reksturinn með Godo

Bókunarkerfi Godo er hannað til þess að betrumbæta rekstur gististaða, auka yfirsýn og spara bæði tíma og vinnu.

Hafðu samband