Njóttu lífsins

á meðan við önnumst hótelið og gististaðinn.

Við lágmörkum rekstrarkostnað

og hámörkum bókanir og þjónustu. Þinn ávinningur er okkar hagur GODO Suite er veltutengd rekstrarlausn, sniðin að þínum vexti. Þess vegna borgar þú minna fyrir sömu þjónustu þegar harðnar í ári.

Umönnun sölurása

Klæddu gististaðinn í sparifötin, sparaðu ómældan tíma og hámarkaðu bókanir með því að láta okkur sjá um hönnun, uppsetningu og utanumhald sölurásanna þinna. GODO Suite veitir þér aðgang að altækri sérfræðiþjónustu, hvort sem um ræðir uppsetningu texta og myndefnis, almenna ráðgjöf, samskipti við samstarfsaðila eða ítarlega greiningu og úttekt á sölusíðum.

Bestun verðstýringar

Við þjónustum fjölda hótela og gististaða, stórra og smárra, og búum að einstakri þekkingu og yfirsýn sem nýtist í þína þágu. Okkar reynsla verður þín reynsla. Með rauntíma- og markaðstengdu reiknilíkan uppfærum við verðin þín nokkrum sinnum á dag, með tilliti til bókunarstöðu, eftirspurnar, álags og verðs samkeppnisaðila hverju sinni. Og til að hámarka meðalnæturverð og nýtingu, hönnum við breytilega verðflokka sem miðast t.d. við afbókunarskilmála, lengd dvalar, hópastærð og árstíðir.

Eftirfylgni innheimtu

Láttu ekkert framhjá þér fara. Með GODO Suite býðst þér víðtæk innheimtuþjónusta sem sinnir eftirfylgni vegna ófullnægjandi greiðslupplýsinga og vakir yfir vangreiddum bókunum, kortasynjunum, innheimtum vegna skemmda og endurgreiðslum. Með skilvirkri sólarhringsvakt kemur þú í veg fyrir tekjutap vegna gesta sem ekki láta sjá sig, þú stórminnkar álag, léttir starfsmannahald og tryggir að allar bókanir séu greiddar á hárréttum tíma.

Samskipti við gesti

Gesturinn þinn á skilið bestu þjónustu sem völ er á. Og þú líka. Láttu starfsfólk GODO annast öll tölvu- og símasamskipti af skilvirkni og virðingu, allan sólarhringinn, alla daga ársins, hvort sem um er að ræða bókanir eða fyrirspurnir af öllum stærðum og gerðum. Með stafrænum dyrabjöllum býðst þér enn fremur að veita gestum þínum hnökralausa innritun í fjarveru alls starfsfólks, og tryggir möguleikann á fyrsta flokks aðstoð hvenær sem hennar er óskað.

Bókunarskrifstofa

Við önnumst öll samskipti við ferðaskrifstofur og utanumhald tengt bókunum stórra hópa og fyrirtækja. Bókunarþjónusta GODO veitir skjóta svörun, hátt þjónustustig og hraðan afgreiðslutíma í einföldu bókunarferli.

Það er sama hver er hjá GODO allir starfsmenn hafa reynst mér frábærir í sínu hlutverki . Það er sama hvort er á nóttu eða degi, alltaf svo reiðubúin og fagleg í tilsvörum. Þjónustu lundin í hámarki og tala af mannþekkingu um og við kúnnan sem er óborganlegt í þessu starfi Get ekkert nema gott, sagt um þessa einstaklinga sem ég hef haft samskipti við hjá GODO Það er mér ánægja að mega segja frá svo góðu samstarfi Með þakklæti og virðingu fyrir þessu fólki, heimurinn er betri með svona fólki.
Ásgeir S.Eiriksson
Klettar TOWER Iceland

Interested, of course!

Be in touch and get a quote:

Contact Us