pronto-logo
pronto-logo

Samvinnulausn í rauntíma

Besta útgáfan af þínu hóteli

einfalt og öflugt tól sem gerir alla vinnu skilvirkari

Aukin samvinna sparar tíma. Pronto er snjöll lausn fyrir snjalla vinnustaði.

Þrif

Snjallsímalausn sem gerir þrif á þínum gististað skilvirkari og skemmtilegri. Fáðu góða yfirsýn yfir verkefni dagsins og allt annað sem viðkemur hreinlæti á þínum gististað.

Viðhald

Gæðastjórnun framtíðarinnar er í snjallsímanum þínum. Með Pronto getur starfsfólk komið viðhaldsverkefnum á viðeigandi iðnaðarmenn um leið og vandamálin blasa við.

Verkefnastjórnun

Tímasetning þrifa og almenn viðhaldsstjórnun verður bæði í senn þægilegri og árangursríkari. Lægri rekstrarkostnaður og meiri gæði fara vel saman með Pronto.

Þrif og viðhald í skýinu

Samvinnulausn fyrir allar deildir hótela

Samvinnulausn

Einfaldari og skilvirkari teymisvinna
Pronto kemur í stað töflureikna, hópspjalla, tölvupósta og símtala og tengir stöðugildi inn á herbergi í rauntíma og auðveldar viðhald og verkefnastjórnun. Pronto er bæði farsíma- og vefforrit og virkar á Android og iOS símum.

Góð yfirsýn

Rauntíma stjórnborð
Hafðu góða yfirsýn yfir stöðu þrifa á herbergjum. Móttaka og aðrir stjórnendur geta skoðað herbergisstöðuna í rauntíma í stjórnborði. Þrif og staða þrifa uppfærast í rauntíma þannig að góð yfirsýn fæst á stöðu hótelsins

Tímasparnaður

Fangaðu augnablikið
Allt starfsfólk hótelsins getur á einfaldan hátt fangað vandamál og skráð þau niður á nokkrum sekúndum með snjallsímalausn Pronto. Með Pronto verða allir starfsmenn hótelsins gæðastjórnendur og gæði rekstrarins aukast um leið.

Þrifa og viðhalds lausn fyrir hótel

Hafðu samband

Öflugt tól fyrir þrif og viðhald
Auktu á gæði rekstrarins
Tölfræði og gagnavinnsla