

einfalt og öflugt tól sem gerir alla vinnu skilvirkari
Aukin samvinna sparar tíma. Pronto er snjöll lausn fyrir snjalla vinnustaði.
Þrif
Snjallsímalausn sem gerir þrif á þínum gististað skilvirkari og skemmtilegri. Fáðu góða yfirsýn yfir verkefni dagsins og allt annað sem viðkemur hreinlæti á þínum gististað.
Viðhald
Gæðastjórnun framtíðarinnar er í snjallsímanum þínum. Með Pronto getur starfsfólk komið viðhaldsverkefnum á viðeigandi iðnaðarmenn um leið og vandamálin blasa við.
Verkefnastjórnun
Tímasetning þrifa og almenn viðhaldsstjórnun verður bæði í senn þægilegri og árangursríkari. Lægri rekstrarkostnaður og meiri gæði fara vel saman með Pronto.
Þrif og viðhald í skýinu
Samvinnulausn fyrir allar deildir hótela
Samvinnulausn
Einfaldari og skilvirkari teymisvinna
Pronto kemur í stað töflureikna, hópspjalla, tölvupósta og símtala og tengir stöðugildi inn á herbergi í rauntíma og auðveldar viðhald og verkefnastjórnun. Pronto er bæði farsíma- og vefforrit og virkar á Android og iOS símum.
Góð yfirsýn
Rauntíma stjórnborð
Hafðu góða yfirsýn yfir stöðu þrifa á herbergjum. Móttaka og aðrir stjórnendur geta skoðað herbergisstöðuna í rauntíma í stjórnborði. Þrif og staða þrifa uppfærast í rauntíma þannig að góð yfirsýn fæst á stöðu hótelsins
Tímasparnaður
Fangaðu augnablikið
Allt starfsfólk hótelsins getur á einfaldan hátt fangað vandamál og skráð þau niður á nokkrum sekúndum með snjallsímalausn Pronto. Með Pronto verða allir starfsmenn hótelsins gæðastjórnendur og gæði rekstrarins aukast um leið.
Við hjá BB hótel og Hótel Ásbrú erum með tæplega 200 hótelherbergi í kerfum GODO og henta kerfi þeirra okkar rekstri einstaklega vel. Godo auðveldar okkur að samnýta hótelin okkar með sem bestum hætti. Möguleikarnir í kerfum þeirra eru fjölmargir og við erum hvergi nærri hætt að bæta þeim við í okkar rekstur. Einnig er svakalega gaman að bera undir þau nýjar hugmyndir og aldrei nein vandamál. Öll innleiðing og eftirfylgni var til fyrirmyndar þegar við skiptum yfir í GODO auk þess sem allt viðmót og þjónusta frá starfsfólki er uppá 10.
Við getum svo sannarlega mælt með GODO !
Kristján Pétur KristjánssonBB Hótel & Hótel Ásbrú 
Við á Stracta erum vægast sagt ánægð með þá ákvörðun að hafa gengið til liðs við Godo.
Bókunarkerfið er notendavænt og hraðvirkt sem hefur sparað okkur ófáar mínútur. Starfsfólk Godo
hefur verið mjög sveigjanlegt í að bæta við eiginleikum sem hafa sprottið út frá okkar og/eða þeirra
hugmyndum um hvernig einfalda megi ferla í starfseminni. Við höfum því lært mikið af samstarfi
okkar. Þjónusta og viðmót Godo teymisins er upp á 10!"
Áslaug SaraStracta Hótel 
"Við höfum verið viðskiptavinir Godo síðan í október 2018. Við erum mjög ánægð með þjónustuna. Við fáum ávallt skjót svör og samskiptin eru fagleg og vinaleg. Ég mæli eindregið með Godo!"
Margrét ÁsgeirsdóttirHótel Hilda 
"Við höfum unnið með Godo hér á Black Beach Suites frá því við opnuðum og gætum ekki verið ánægðari!
Þau bjóða uppá frábæra lausn og einfalda okkur reksturinn til muna. En það sem stendur uppúr er þjónustan sem veitt er en hún er bæði persónuleg og hröð."
Ásgeir EinarssonBlack Beach Suites 
"Eftir að ég skipti um hugbúnaðarfyrirtæki fyrir gististaðinn minn hef ég séð hvað þjónustan skiptir miklu máli, hún er grundvallaratriði.
Hjá Godo hef ég fengið allan þann tíma sem ég þarf og mér er sinnt samstundis þegar ég þarf á aðstoð að halda. Ég er mjög ánægður viðskiptavinur
og stolt að eiga í viðskiptum við Godo!"
Rósa MatthíasdóttirIcelandic Cottages 
"Godo reynst okkur sérlega vel frá upphafi . Godo Property, Travia og Pronto eru allt kerfi sem hafa gjörbreytt rekstrinum og kæmumst ekki af þeirra í dag.
Godo Property virkar sérsaklega vel fyrir Norðurey þar sem að rekin eru nokkur hótel á mismunandi stöðum. Þetta getur skapað ákveðið flækjustig í rekstri, en yfirsýnin í Godo er góð og stýringin eignanna aðgengileg og einföld.
Ekki síður er þjónustan einstaklega vinaleg, starfsmenn lausnamiðaðir og málin leist af fagmennsku.
Við mælum heilshugar með öllum lausnum Godo."
Garðar HólmNorðurey 
Við erum búin að vera með Godo bókunarkerfi í nokkur ár. Frá upphafi hef ég verið mjög sátt við þá
þjónustu sem þau hafa veitt mér og okkur á Hótel Jökli, sama hvort ég hef komið til þeirra á
skrifstofuna og fengið leiðsögn eða hef þurft að leita til þeirra í síma eða í tölvupósti.
Allir boðnir og búnir til að aðstoða. Einnig heftur verið gaman og gott að fá fólk frá þeim í
heimsókn til okkar.
Margrét IngólfsdóttirHótel Jökull 
"Við á Magma Hotel höfum nýtt okkur bókunarkerfið og þjónustu Godo frá því að við opnuðum í júlí 2017. Kerfið er í stöðugri þróun sem er mjög jákvætt og þjónustan til mikillar fyrirmyndar, fyrirspurnum svarað skjótt og málin leyst. Jákvæðni, þolinmæði og vilji til úrlausna verkefna sem snúa að okkar fyrirtæki er eins og best verður á kosið."
Steinunn Eva BjörnsdóttirMagma Hotel 