travia-logo
travia-logo

Markaðstorg fyrir ferðaskrifstofur og hótel​

Rauntímaframboð í stað póstsamskipta

UPPLIFÐU FRAMTÍÐINA Í DAG​

Fullkomin kerfisvæðing sem veitir þér forskot í rekstri

Með Travia getur ferðaskrifstofan sérsniðið samstarfssamninga og byggt upp sinn eigin markað með þeim gististöðum sem henta sérhverjum rekstri. Ferðaskrifstofan getur nú nálgast rauntíma framboð á gististöðum og bókað á mörgum gististöðum samtímis. Hópabókanir og pakkar verða allt í einu ekkert mál að eiga við og handavinna heyrir sögunni til þegar þú ert kominn með þína ferðaskrifstofu inn á markaðstorg Travia.

Með því að nýta Travia til að bóka gistingu fæst mikil hagræðing sem flýtir bókunarferlinu til muna.
Hér má byggja net af samstarfsaðilum sem henta þínum rekstri og fá rauntimaframboð beint frá þeirra bókunarkerfi.


Nú getur þú bókað fleiri hótel og gististaði samtímis, skipulagt frátekningar (e. allotments) og haldið utan um verð- og afbókunarskilmála og úr verður bæði gríðarlegur tímasparnaður ásamt því að allir ferlar verða einfaldaðir. Þar að auki gefur Travia tækifæri til að breyta bókunum sé þess þörf, nafnalistar eru aðgengilegir og samskipti fyrir hverja bókun eru á vísum stað.
Með Travia verður bókunarferlið bæði stytt og einfaldað og handavinna heyrir sögunni til.

Haltu utan um viðskiptin við ferðaskrifstofur á einum stað og auktu á þau í leiðinni með Travia.

Með skráning á Travia gefst kostur á að koma á rafrænu samstarfi við bæði innlendar og erlendar ferðaskrifstofur. Kerfið heldur utanum um upplýsingar um gististaðinn, herbergjatýpur, myndir og ekki síst verðlista og afbókunarskilmála sem sníða má eftir þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir við ferðaskrifstofur.</span>

Travia tengist við ótal hótelkerfi í gegnum birgðakerfi (e. Channel managers) s.s Godo Property, Yield Planet, Siteminder og Busy Rooms. Það gefur því flestum hótelum og gististöðum landsins tækifæri á að tengja sitt framboð við Travia sem skilar sér í mikilli hagræðingu, tíma- og vinnusparnaði þar sem tæknin er nýtt til að auka sjálfvirkni.

Bókanir frá ferðaskrifstofum skila sér í hótelkerfi með öllum helstu upplýsingum án nokkurar fyrirhafnar. Með þessu styttist bókunarferli til muna, utanumhald verður betra og boðleiðir styttast til muna. Þar að auki eykst sýnileiki hótel sem skilar sér í auknum bókunum með skilvirkum leiðum

Tengingar við

Það kostar ekkert að prófa​

Enginn kostnaður við uppsetningu

Það er auðveldara að setja upp kerfið en að svara tölvupósti
Þú þarft bara að skrá þig og byrja á að velja þér samstarfsaðila til framtíðar.

Ekkert fast gjald

Okkur finnst bara í lagi að þú prófir kerfið og notir smá tíma til að sjá hvernig það virkar fyrir þig og hversu mikinn tíma það á eftir að spara fyrir þig. Það eru engin föst gjöld í Travia þannig að þú mátt prófa það eins og þú vilt.

149-69 kr. per bókaða nótt

Aðeins er greitt fyrir staðfestar nætur og greitt er eftir að gestur fer. Það þýðir að það fylgir því engin kostnaður ef gisting er afbókuð. Ef það verður ekki úr viðskiptum hjá þér, þá greiðir þú heldur ekki neitt fyrir Travia. Áhættan er því lítil og auðvelt að prófa.

Endalausir notendur

Dragðu úr mistökum, sparaðu símtöl og tölvupósta og leyfðu starfsfólkinu frekar að bóka eins mikið af gistinóttum og möguleiki er á með Travia.

Við bjóðum ferðaskrifstofur og hótel velkomin í kerfið okkar

Prófaðu endurgjaldslaust strax í dag!

Heildsali í vexti?
Alþjóðlegt dreifikerfi til eflingar á neti?
Ferðaskrifstofa á netinu sem vill tengjast?