GoDo-Property-logo

Endurhugsaðu gestrisni

PMS fyrir 21. öldina

Property er alhliða bókunarkerfi fyrir allar gerðir af gististöðum, hvort sem þú ert með gistihús, hótel, hostel, íbúðir eða tjaldsvæði. Hótelkerfið okkar er fyrir þig.

Hótelbókunarkerfi

Við þjónustum mörg hundruð hótel og gististaði og skiljum þannig mikilvægi þess að bjóða upp á góða lausn sem virkar vel fyrir allar deildir rekstrarins.

Sölu dreifing

Sjálfvirk uppfærsla á framboði og verði á öllum helstu sölurásum veraldarvefsins.

Bókunarvél

Gistiheimili og smærri ferðaþjónustufyrirtæki þurfa á einfaldleika og sjálfvirkni að halda. Við bjóðum upp á hagkvæmar lausnir fyrir þinn gististað.

Greiðslukerfi

Með sjálfvirkum og fyrirfram skilgreindum greiðsluleiðum sparar þú þér tíma sem þú getur nýtt á öðrum sviðum rekstrarins. Greiðslukerfi Godo er besti vinur hótelstjórans

Kerfi fyrir allar deildir hótela

Gestamóttaka

Sérsniðin lausn sem hentar þínum rekstri
Innritaðu gesti og hópa með einum smelli og hafðu góða yfirsýn yfir komur og brottfarir gesta ásamt greiðslum og skuldastöðu. Einfaldleiki og gott notendaviðmót í gestamóttöku gefur starfsfólki meira svigrúm til að taka á móti og kveðja gesti á þann máta að þeir komi aftur og aftur.

Herbergisþjónusta og þrif

Góð þrif gera gesti ánægða
Vaktafyrirkomulög, verkefnalistar og tímasetningar heyra sögunni til þegar þú notar farsímalausnina okkar. Settu þrifin í forgang og gerðu þau skemmtileg um leið með kerfinu okkar.

Verðstýring

Hámarkaðu tekjurnar
Settu upp verðlista sem henta þínum rekstri. Árstíðarbundin verðstýring, hámörkun á tekjuflæði og skilvirkar tengingar við verðflokka á einum stað.Frábær lausn fyrir þá sem vilja vera skrefi á undan samkeppnisaðilum á markaðnum.

Bókunar skrifstofa

Gerðu allar bókanir einfaldar
Lokaðu dagsetningum, tengdu bókanir og hafðu umsjón með hópum með einum smelli í kerfinu. Þú getur síað út og bætt við viðmótið þannig að það henti þér sem allra best.

Fjármál

Óaðfinnanlegt flæði frá upphafi til enda.
Einfaldaðu bókhaldið og stýrðu fyrirtækinu inn í heilbrigða fjárhagslega framtíð. Við bjóðum upp á sérsniðið innheimtukerfi fyrir þínar vörur og viðskiptavini. Slakaðu á og leyfðu reikningunum að renna sjálfkrafa inn í bókhaldskerfið.

Hótel stjórnun

Alhliða lausn fyrir hótelrekstur
Fullkomin aðgangsstýring að notendaaðgöngum í kerfinu ásamt ógrynni af skýrslum og tölfræði. Með Property kerfinu getur þú sérsniðið skýrslugerð þannig að hún henti þínum rekstri sem allra best.

Hugbúnaður, samþáttun og samvinna

Rásastjórn (e.channel manager )

Uppfærðu og stjórnaðu framboði, verði og afsláttum á sölurásum með einum smelli. Þú getur sérsniðið hinn stafræna heim að þínum þörfum.

Ferðaskrifstofur

Útbúðu þinn eiginn prófíl, veldu þær ferðaskrifstofur sem henta þínum rekstri og leyfðu bókunum frá þeim að rúlla beint inn í bókunarkerfið - jafnvel þó þú sért ekki á staðnum. Leyfðu kerfinu að sjá um bókanir á meðan þú sérð um gestina.

Greiðslukerfi

Með sjálfvirkum og fyrirfram skilgreindum greiðsluleiðum sparar þú þér tíma sem þú getur nýtt á öðrum sviðum rekstrarins. Greiðslukerfi Godo er besti vinur hótelstjórans

Bókhaldskerfi

Einfaldleiki og áreiðanleiki fara saman með Godo Property. Sparaðu tíma og beindu orku og athygli að því sem gerir reksturinn þinn áhugaverðari fyrir framtíðargesti.

POS kerfi

Gerðu bókhaldið einfaldara og leyfðu kerfinu að sjá um reikningshald og allar sendingar inn í bókhaldskerfið fyrir þig.

Verðstýringarkerfi

Með Primo ákveður þú hvaða keppinauta þú vilt bera þig saman við, hvernig þú vilt tengjast þeim, hvernig breytilegar markaðsaðstæður eru meðhöndlaðar osfrv. Verðstýring verður allt í einu einföld á sama tíma og hún verður fullkomin. Við aðlögum okkur að þínum markaði í stað þess að rembast við að aðlaga markaðinn að þér.

Aðgangsstýringar (hurðar)

Leyfðu kerfinu að uppfæra nýja aðgangskóða að öllum herbergjum miðað við gestakomur. Aðgangsstýringar að herbergjum gera kerfið okkar að fullkominni alhliðalausn fyrir gististaðinn þinn.

Gestastjórnun

Sjálfvirkir póstar til gesta, sala á aukaþjónustu, innritun gesta á netinu, mæling á ánægju gesta og svo margt fleira sem hægt er að sjálfvirknivæða með Godo Property. Við tengjumst öllum kerfum sem skipta einhverju máli.

Þrifa og viðhaldskerfi

Auktu á góða gestaupplifun og dragðu um leið úr tíma og fyrirhöfn sem fer í þrif og viðhald á þínum gististað. Tímasettu þrifin, haltu utan um tímann sem fer í þau og útrýmdu öllum gömlum viðhaldsverkefnum með appinu okkar.

Umsagnir frá viðskiptavinum

Hreinn ávinningur og frábær þjónusta

Sjálfvirkni í öllu sem viðkemur rekstrinum. Sjálfvirkar greiðslur, reikningagerð, verðstýring og gestasamskipti – lífið verður bara einfaldara fyrir vikið.

Góð þjónusta er ekki síður mikilvæg eins og góður hugbúnaður. Nákvæm gagnaöflun, ítarleg kennsla fyrir allar deildir ásamt eftirfylgni. Þú nærð í okkur símleiðis, í gegnum tölvupóst og á spjallinu okkar allan sólarhringinn, allan ársins hring. Okkar mottó er að ef þitt hótel fer ekki í háttinn þá förum við heldur ekki í háttinn.

PCI Samhæfni 
Greiðslukorta öryggi 
Notenda-aðgangar og takmarkanir
Skýlausn og fjöldi netþjóna

Hafðu stjórn á heilli hótelkeðju eða fjölda orlofshúsa á einum stað.

Þú getur stýrt öllum bókunum einfaldlega í Property kerfinu. Settu inn hópabókanir á nokkrum mínútum og láttu ferðaskrifstofuna staðfesta bókanir og setja inn nafnalista sjálfvirkt. Láttu kerfið senda sjálfvirkar áminningar og pósta og leyfðu kerfinu að losa herbergi ef við á. Einfalt og þægilegt.

Sérþarfir eru okkur að skapi. Við tökum allar séróskir og gerum þær að okkar leiðarljósi í nýsköpun og þróun á sviði hugbúnaðargerðar.

pronto

hótelbókunarkerfi

Hafðu samband

Hótelbókunarkerfi í skýinu
Söludreifing og framboðsstýring
Sjálfvirk greiðsluferli
Bókunarvél á heimasíðu - engar þóknanir