property-logo
property-logo

Bókunarkerfi fyrir hótel og gististaði

Grunnurinn er gott bókunarkerfi

PMS fyrir 21. öldina

Property er alhliða bókunarkerfi fyrir hótel og aðrar tegundir gististaða

hotel

Hótelbókunarkerfi

Einfalt og þægilegt kerfi sem heldur utan um alla þætti hótelreksturs á einum stað.

Sölu dreifing

Sjálfvirk uppfærsla á framboði og verði á öllum helstu sölurásum veraldarvefsins.

Bókunarvél

Góð yfirsýn yfir allar bókanir. Stjórnaðu eigin bókunarvél með Godo Property.

Greiðslukerfi

Sjálfvirkar og fyrirfram skilgreindar greiðsluleiðir spara tíma og tryggja greiðsluflæði

Hafðu fulla stjórn á hótelrekstrinum

Kerfi fyrir allar deildir hótela

Gestamóttaka

Sérsniðin lausn sem hentar þínum rekstri
Einfalt og þægilegt notendaviðmót gerir móttökuvinnu skemmtilega og árangursríka. Með Property hefur starfsfólk hótela fullkomna yfirsýn yfir stöðu gesta í fortíð, framtíð og nútíð.

Herbergisþjónusta og þrif

Góð þrif gera gesti ánægða
Útprentaðar vaktaskýrslur og verkefnalistar heyra sögunni til þegar þú tekur upp Property kerfið. Property og Pronto gera þrifin á hótelinu skilvirk og skemmtileg.

Verðstýring

Hámarkaðu tekjurnar
Hámörkun á tekjuflæði, breytileg verðstýring og skilvirkar tengingar við verðflokka skipta höfuð máli í vel reknum fyrirtækjum. Vertu skrefi á undan markaðnum.

Bókunar skrifstofa

Gerðu allar bókanir einfaldar
Opnaðu og lokaðu dagsetningum, tengdu bókanir og hafðu umsjón með hópum með einum smelli. Þú getur síað út og bætt við viðmótið svo það henti þínum rekstri sem allra best.

Fjármál

Fullkomið flæði frá upphafi til enda.
Sérsniðið innheimtukerfi fyrir þínar vörur og viðskiptavini. Einföldun á reikningagerð og sjálfvirkar bókhaldstengingar tryggja fjármálin í þínum rekstri.

Hótel stjórnun

Alhliða lausn fyrir hótelrekstur
Öll tölfræði og skýrslugerð er bæði þægileg og skilvirk í Property. Hótelstjórnendur geta aðgangsstýrt og haft áhrif á viðmót mismunandi deilda innan hótelsins.

Hugbúnaður, samþáttun og samvinna

Rásastjórn (Channel manager)

Uppfærðu og stjórnaðu framboði, verði og afsláttum á sölurásum með einum smelli. Þú getur sérsniðið hinn stafræna heim að þínum þörfum.

Ferðaskrifstofur

Komdu á beinu sambandi við ferðaskrifstofur með Travia og leyfðu bókunum frá þeim að bókast beint inn í kerfið án nokkurra samskipta.

Greiðslukerfi

Með sjálfvirkum og fyrirfram skilgreindum greiðsluleiðum sparar þú þér tíma sem þú getur nýtt á öðrum sviðum rekstrarins.

Bókhaldskerfi

Godo Property tengist öllum helstu bókhaldskerfum á þann hátt að reikningagerð verður bæði einföld og skilvirkari fyrir vikið

POS kerfi

Godo Property tengist öllum helstu POS kerfum sem tryggir það að öruggar sendingar af allri sölu á staðnum flæðir á réttan stað.

Aðgangsstýringar (hurðar)

Aðgangsstýringar og uppfærsla á kóðum að herbergjum gera kerfið okkar að fullkominni alhliðalausn fyrir gististaðinn þinn.

Verðstýringarkerfi

Primo verðstýring hjálpar þínu hóteli að vera skrefi á undan þínum helstu samkeppnisaðilum og tryggir bestu verðin á hverjum tíma.

Gestastjórnun

Sjálfvirkir póstar, sala á aukaþjónustu, innritun gesta á netinu, mæling á ánægju gesta og svo margt fleira sem vert er að sjálfvirknivæða.

Þrifa og viðhaldskerfi

Tímasettu þrifin, haltu utan um tímann sem fer í þau og útrýmdu öllum gömlum viðhaldsverkefnum með appinu okkar.

HÓTELBÓKUNARKERFI​

Hafðu samband

Hótelbókunarkerfi í skýinu
Söludreifing og framboðsstýring
Sjálfvirk greiðsluferli
Bókunarvél á heimasíðu - engar þóknanir