

LEYFÐU GODO AÐ SJÁ UM REKSTURINN FYRIR ÞIG
Segðu bless við rafræn gestasamskipti, sí-breytilega verðlagningu á herbergjum, umsjón með hópabókunum og allt hitt sem er svo tímafrekt og leiðinlegt í rekstri hótela
Söluaukning
Leyfðu okkur að hjálpa þér að auka á viðskiptin. Hagræðing í verkferlum, hnitmiðuð stefnumörkun á sölurásum og beintengingar við ferðaskrifstofur gera þinn rekstur samkeppnishæfari.
Minni útgjöld
Fáðu alhliða greiningu á rekstrinum og tillögur að úrbótum sem skila sér í mikilli hagræðingu á stuttum tíma. Það er hægt að framkalla sparnað í rekstri um leið og skilvirkni er aukin til muna.
Jákvæð gestaupplifun
Hótel, gistiheimili og smærri ferðaþjónustufyrirtæki þurfa á aukinni sjálfvirkni og einfaldleika að halda. Við bjóðum upp á hagkvæmar lausnir fyrir reksturinn þinn sem virka.
Okkur þykir vænt um þinn rekstur
LEYFÐU GODO AÐ SJÁ UM REKSTURINN FYRIR ÞIG
Hvernig geta rekstrarþjónustur Godo aðstoðað þitt hótel ?
Rásastjórn - hagræðing
Fleiri viðskiptavinir og meiri sýnileiki á veraldarvefnum. Vel skilgreint fyrirtæki og hagræðing á öllum sölurásum sem henta þeirri skilgreiningu skilar sér í auknum viðskiptum. Rafræn spegilmynd þíns reksturs þarf að endurspegla það besta í rekstrinum.
Verðstýring
Hjá okkur starfa sérfræðingar á sviði tekjustýringar sem sjá til þess að þú fáir alltaf besta mögulega verðið fyrir hótelherbergið. Stöðluð og breytileg reiknirit byggð á marktækum markaðsgreiningum eru nýtt við uppsetningu á verðflokkum
Fjárumsýsla
Allt sem viðkemur reikningshaldi og fjárumsýslu tekur mikinn tíma frá því sem skiptir mestu máli í rekstri ferðaþjónustu – gestinum sjálfum. Afbókanir, afslættir, greiðsluvillur og almenn bankavandræði heyra sögunni til í Suite þjónustu Godo.
Bókunarskrifstofa
Gerðu allar bókanir einfaldar
Hefur þú reiknað út hversu mikill tími fer í samskipti við gesti og ferðaskrifstofur í gegnum tölvupóst og síma ? Þjónusta Godo fer fram allan sólarhringinn þar sem við sjáum um öll þessi samskipti fyrir þig og aukum þau um leið.
Vakt allan sólarhringinn
Okkar teymi er á vakt allan sólarhringinn. Við svörum símtölum, tölvupóstum og meðhöndlum jafnvel framvindu inn – og útritunar af gististaðnum. Framvegis þarftu ekki að svara einni gestaumsögn aftur – einungis að greina tilkynningar frá okkur hvað betur megi fara.
Næturvörður
Við sjáum um næturvörsluna fyrir þig og þú borgar aðeins brot af þeim rekstrarkostnaði sem annars myndi falla á þinn rekstur. Sofðu rótt á meðan við sjáum um tölvupóstinn, símann, dyrabjölluna, inn- og útritun, tilfallandi þjónustu og jafnvel rukkun ef við á.
Við hjá BB hótel og Hótel Ásbrú erum með tæplega 200 hótelherbergi í kerfum GODO og henta kerfi þeirra okkar rekstri einstaklega vel. Godo auðveldar okkur að samnýta hótelin okkar með sem bestum hætti. Möguleikarnir í kerfum þeirra eru fjölmargir og við erum hvergi nærri hætt að bæta þeim við í okkar rekstur. Einnig er svakalega gaman að bera undir þau nýjar hugmyndir og aldrei nein vandamál. Öll innleiðing og eftirfylgni var til fyrirmyndar þegar við skiptum yfir í GODO auk þess sem allt viðmót og þjónusta frá starfsfólki er uppá 10.
Við getum svo sannarlega mælt með GODO !
Kristján Pétur KristjánssonBB Hótel & Hótel Ásbrú 
Við á Stracta erum vægast sagt ánægð með þá ákvörðun að hafa gengið til liðs við Godo.
Bókunarkerfið er notendavænt og hraðvirkt sem hefur sparað okkur ófáar mínútur. Starfsfólk Godo
hefur verið mjög sveigjanlegt í að bæta við eiginleikum sem hafa sprottið út frá okkar og/eða þeirra
hugmyndum um hvernig einfalda megi ferla í starfseminni. Við höfum því lært mikið af samstarfi
okkar. Þjónusta og viðmót Godo teymisins er upp á 10!"
Áslaug SaraStracta Hótel 
"Við höfum verið viðskiptavinir Godo síðan í október 2018. Við erum mjög ánægð með þjónustuna. Við fáum ávallt skjót svör og samskiptin eru fagleg og vinaleg. Ég mæli eindregið með Godo!"
Margrét ÁsgeirsdóttirHótel Hilda 
"Við höfum unnið með Godo hér á Black Beach Suites frá því við opnuðum og gætum ekki verið ánægðari!
Þau bjóða uppá frábæra lausn og einfalda okkur reksturinn til muna. En það sem stendur uppúr er þjónustan sem veitt er en hún er bæði persónuleg og hröð."
Ásgeir EinarssonBlack Beach Suites 
"Eftir að ég skipti um hugbúnaðarfyrirtæki fyrir gististaðinn minn hef ég séð hvað þjónustan skiptir miklu máli, hún er grundvallaratriði.
Hjá Godo hef ég fengið allan þann tíma sem ég þarf og mér er sinnt samstundis þegar ég þarf á aðstoð að halda. Ég er mjög ánægður viðskiptavinur
og stolt að eiga í viðskiptum við Godo!"
Rósa MatthíasdóttirIcelandic Cottages 
"Godo reynst okkur sérlega vel frá upphafi . Godo Property, Travia og Pronto eru allt kerfi sem hafa gjörbreytt rekstrinum og kæmumst ekki af þeirra í dag.
Godo Property virkar sérsaklega vel fyrir Norðurey þar sem að rekin eru nokkur hótel á mismunandi stöðum. Þetta getur skapað ákveðið flækjustig í rekstri, en yfirsýnin í Godo er góð og stýringin eignanna aðgengileg og einföld.
Ekki síður er þjónustan einstaklega vinaleg, starfsmenn lausnamiðaðir og málin leist af fagmennsku.
Við mælum heilshugar með öllum lausnum Godo."
Garðar HólmNorðurey 
Við erum búin að vera með Godo bókunarkerfi í nokkur ár. Frá upphafi hef ég verið mjög sátt við þá
þjónustu sem þau hafa veitt mér og okkur á Hótel Jökli, sama hvort ég hef komið til þeirra á
skrifstofuna og fengið leiðsögn eða hef þurft að leita til þeirra í síma eða í tölvupósti.
Allir boðnir og búnir til að aðstoða. Einnig heftur verið gaman og gott að fá fólk frá þeim í
heimsókn til okkar.
Margrét IngólfsdóttirHótel Jökull 
"Við á Magma Hotel höfum nýtt okkur bókunarkerfið og þjónustu Godo frá því að við opnuðum í júlí 2017. Kerfið er í stöðugri þróun sem er mjög jákvætt og þjónustan til mikillar fyrirmyndar, fyrirspurnum svarað skjótt og málin leyst. Jákvæðni, þolinmæði og vilji til úrlausna verkefna sem snúa að okkar fyrirtæki er eins og best verður á kosið."
Steinunn Eva BjörnsdóttirMagma Hotel 