Rekstrarþjónustur Godo koma að flestu sem viðkemur rekstri gististaða
Leggðu áherslu á það sem skiptir mestu máli og við sjáum um annað .

Leyfðu Godo að sjá um reksturinn fyrir þig

Ferðaþjónustu fylgir mikil vinna og álag. Hvernig væri að skapa fleiri minningar með fjölskyldunni, veita gestum meiri athygli og leyfa Godo að aðstoða við reksturinn? Við getum séð um gestasamskipti, verðlagningu, umsjón með hópabókunum og svo margt fleira sem viðkemur rekstrinum!

Söluaukning

Náðu til fleiri viðskiptavina og vertu mun sýnilegri á veraldarvefnum. Við sjáum um þitt fyrirtæki og hagræðum þínum prófíl a öllum sölurásum sem henta þínum rekstri. Það er mikilvægt að vanda til verka í upphafi því þannig nærðu lengra í heimi viðskipta á netinu.

Minni útgjöld

Það er oft erfitt að sjá hvernig við getum dregið úr kostnaði þegar unnið er frá morgni til kvölds alla daga ársins. Það kemur öllum okkar kúnnum skemmtilega á óvart hversu mikinn sparnað er hægt að ná fram þegar ákveðnum þáttum rekstrarins er úthýst til fagaðila.

Jákvæð gestaupplifun

Gistiheimili og smærri ferðaþjónustufyrirtæki þurfa á aukinni sjálfvirkni og einfaldleika að halda. Við bjóðum upp á hagkvæmar lausnir fyrir reksturinn þinn.

Afrekaðu meira með minni vinnu

Fáðu hjálp frá okkar sérfræðingum og slakaðu á í millitíðinni.

Við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi.

Við þjónustum allar tegundir gististaða, jafnt stóra sem smáa. Okkar reynsla hjálpar okkur að aðlagast þínum rekstri fljótt og örugglega.

Við horfum fram á við

Markaðir og kringumstæður á mörkuðum eru síbreytilegar. Framtíðarhorfur okkar eru samtvinnaðar þínum framtíðarhorfum og þannig bregðumst við við öllum breytingum tímanlega.

Aukum tekjuflæðið saman

Við leggjum meginn þunga á að auka tekjuflæðið í þinum rekstri frá fyrsta degi.

Við vöktum allar umsagnir

Við fylgjumst með, greinum og svörum umsögnum viðskiptavina þinna. Með því að veita ígrunduð svör við brýnum athugasemdum og brýnum spurningum vita framtíðar gestir nákvæmlega hvers vegna þeir ættu að bóka hjá þér.

Þín áhugamál eru okkar áhugamál.

Þinn ávinningur er okkar helsta áhugamál. Í rólegu árferði þénum við minna á sama tíma og við veitum fulla þjónustu við þinn rekstur. Þinn ávinningur er okkar ávinningur.

Skapandi starfsumhverfi

Í sameiningu styrkjum við grunnstoðirnar og göngum svo í takt saman inn í bjarta framtíð þíns gististaðar.

Hvernig geta rekstrarþjónustur Godo aðstoðað þína ferðaþjónustu !

Rásastjórn - hagræðing

Náðu til fleiri viðskiptavina og vertu mun sýnilegri á veraldarvefnum. Við sjáum um þitt fyrirtæki og hagræðum þínum prófíl a öllum sölurásum sem henta þínum rekstri. Það er mikilvægt að vanda til verka í upphafi því þannig nærðu lengra í heimi viðskipta á netinu.
Óska eftir tilboði

Verðstýring

Leyfðu okkar sérfræðingum að sjá um þína tekjustýringu og treystu því að þú fáir alltaf besta verðið fyrir herbergið þitt. Við setjum upp verðflokka og takmarkanir og stýrum kviku og árstíðarbundnu verði með stöðluðum og breytilegum reikniritum byggðum á marktækum og velútfærðum markaðsgreiningum.
óska eftir tilboði

Fjárumsýsla

Leyfðu okkur að sjá um allt frá afbókunum og afsláttum til greiðsluvillna og bankavandræða. Við sjáum um öll þín vandamál á meðan þú gefur þér meiri tíma fyrir gestinn þinn - hann skiptir jú mestu máli í heildar jöfnunni.
óska eftir tilboði

Bókunarskrifstofa

Ertu kominn með nóg af endalausum tölvupóstssamskiptum og mistökum sem tengjast ferðaskrifstofubókunum ? Leyfðu okkur að vinna að allan sólarhringinn fyrir þig. Við sjáum um öll samskipti við ferðaskrifstofur og við aukum á viðskiptin um leið.
óska eftir tilboði

Vakt allan sólarhringinn

Láttu teymið okkar svara öllum tölvupóstum og símtölum allan sólarhringinn ásamt því að meðhöndla framvindu inn- og útritunnar af gististaðnum. Öllum gestaumsögnum er svarað á meðan þú sefur og tilkynningar um hvað betur megi fara í þínum rekstri bíða þín eftir fyrsta kaffibolla dagsins.
óska eftir tilboði

Næturvörður

Næturvakt á gististöðum er kostnaðarsöm og þörfin fyrir þá þjónustu er hverfandi í dag. Við sjáum um næturvörsluna fyrir þig og þú borgar aðeins brot af þeim rekstrarkostnaði sem annars myndi falla á þinn rekstur. Sofðu rótt á meðan okkar fólk tekur símann, svarar tölvupóstum, svarar dyrabjöllunni, innritar gesti og rukkar þá jafnvel fyrir þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda um miðja nótt. Lífið á að vera einfalt og þægilegt.
óska eftir tilboði

Umsagnir frá viðskiptavinum

Rekstrarþjónustur fyrir hótel

Hafðu samband

Verðstýring
Bókunarskrifstofa
Innheimta og reikningagerð
Samskipti við gesti allan sólarhringinn